Vika í Barcelona kappaksturinn

Jæja þá er vika í Barcelona kappaksturinn og þetta er búið að vera allt of langt hlé núna. Vonadi allir ekki orðnir kaldir og fúlir. Ég er í soldið erfiðri aðstöðu með minn mann og lið þetta tímabilið. Alonso er minn maður og held ég því fram að ekki hafi komið betri Formúlu 1 ökumaður frá því að Senna var og hét og lést. Nema ég hef aldrei getað samt sætt mig við McLaren liðið mér finnst Ron Dennis leiðinlegur vælupúki en svo er minn maður komin í liðið hans. Það eru svo sem fleiri en ég í vandræðum síðan Schumi hætti. Allt í einu komin maður frá McLaren í Ferrari liðið. Þessir hörðustu sætta sig aldrei við það. En Barcelona keppnin er skemmtileg flestir ökumennirnir þekkja brautina eins og lófan á sér og mikill hraði í gangi. Annars finnst mér Formúlan frábær þetta árið. Fullt af nýjum ungum ökumönnum sem heldur betur hræra upp í þeim gömlu. Reglum breytt þannig að áhorfendur fá meira út úr þessu. Þetta er bara frábært. Mín spá er að Alonso vinnur að sjálfsögðu titilinn, Hamilton á eftir að taka út allskyns vandræði og það verður spennadi að sjá hvernig honum tekst til. Kimi á eftir að lenda í bilunum og Massa ja hann er eins og hann er og það skilar honum ekki vel. Aftur á móti held ég að heidfeld eigi eftir að koma á óvart verða ofarlega ef ekki í öðru sæti á eftir Alonso. Jæja þetta eru bara hugrenningar en góð vertíð framundan


Próflestrarstílfasemeralvegaðgeramigbrjálaðan

Ég er nú búin að vera námi hérna í Kanada í eitt ár. Búin að taka einn 12 til 15 próf og gengið vel. Ég á eitt próf eftir og ég er með einhverja prófstíflu. Það gengur ekkert að lesa fyrir þetta. Leti og aftur leti. Ég byrja að lesa og ég næ engri tengingu við efnið. Málið að þetta próf er síðasta prófið í langri seríu sem gefur mér titill sem ég er búin að reyna við í 8 ár. Jæja þetta er ágætt allt saman. Hundurinn liktaði eins og lýsi mjöl um daginn þannig að það var farið í það þrekvirki að baða hann. Sem tókst á endanum nema það var allt rennandiblaut í 10 mílna radíus á eftir. Heyrðu lyktin hvarf ekki. Sama gamla lýs og mjöl lyktin. Það kom í ljós að lyktin var af löppunum af mér. Ég hafði asnast í einhverja gamla myglaða vinnuskó ekki fattað það. Notaði gömlu aðferðina og kenndi hundinum um þetta. Annars eigum við besta hund í heimi og nú hreinasta. Sem dæmi um hann þá hefur hann tvisvar gelt og honum brá í bæði skiptin.

Jæja Fyrsta bloggið mitt

Ég er nú staddur í Canada nýbúinn að ljúka námi og er á leiðinni á formúluna í Montreal með Antoni stráknum mínum. Ég er búinn að vera að sýkja hann af dellunni. Við erum ákveðnir að hitta Alonso goðið sjálft og vonadi einhverja fleiri. Málið er að ég kann aðferðina til að hitta þessa fugla. Það er nú bara eitt með að bloga ég er svo helv... latur við þetta. Þó er svo margt sem mig langar að tala um. Eins og þessir prestar sem greiddu atkvæði um hvort samkynhneigðir væru samboðnir gagnkynhneigðum. Þetta eru nú meiri rugludallarnir, flestir. Svo þetta Jónínu mál svona rétt fyrir kosningar alveg makalaust. En þetta eru hin líðandi mál. Jæja planið hjá okkur fjölskyldunni er að koma heim í haust. Koma í alvöru menningu ekki eins og hérna. Alltaf best heima á Íslandi. Jæja kemur vonandi eitthvað meira á næstunni.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband