5.5.2007 | 14:00
Vika í Barcelona kappaksturinn
Jæja þá er vika í Barcelona kappaksturinn og þetta er búið að vera allt of langt hlé núna. Vonadi allir ekki orðnir kaldir og fúlir. Ég er í soldið erfiðri aðstöðu með minn mann og lið þetta tímabilið. Alonso er minn maður og held ég því fram að ekki hafi komið betri Formúlu 1 ökumaður frá því að Senna var og hét og lést. Nema ég hef aldrei getað samt sætt mig við McLaren liðið mér finnst Ron Dennis leiðinlegur vælupúki en svo er minn maður komin í liðið hans. Það eru svo sem fleiri en ég í vandræðum síðan Schumi hætti. Allt í einu komin maður frá McLaren í Ferrari liðið. Þessir hörðustu sætta sig aldrei við það. En Barcelona keppnin er skemmtileg flestir ökumennirnir þekkja brautina eins og lófan á sér og mikill hraði í gangi. Annars finnst mér Formúlan frábær þetta árið. Fullt af nýjum ungum ökumönnum sem heldur betur hræra upp í þeim gömlu. Reglum breytt þannig að áhorfendur fá meira út úr þessu. Þetta er bara frábært. Mín spá er að Alonso vinnur að sjálfsögðu titilinn, Hamilton á eftir að taka út allskyns vandræði og það verður spennadi að sjá hvernig honum tekst til. Kimi á eftir að lenda í bilunum og Massa ja hann er eins og hann er og það skilar honum ekki vel. Aftur á móti held ég að heidfeld eigi eftir að koma á óvart verða ofarlega ef ekki í öðru sæti á eftir Alonso. Jæja þetta eru bara hugrenningar en góð vertíð framundan
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.5.2007 | 23:46
Próflestrarstílfasemeralvegaðgeramigbrjálaðan
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2007 | 03:15
Jæja Fyrsta bloggið mitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)