Vika í Barcelona kappaksturinn

Jæja þá er vika í Barcelona kappaksturinn og þetta er búið að vera allt of langt hlé núna. Vonadi allir ekki orðnir kaldir og fúlir. Ég er í soldið erfiðri aðstöðu með minn mann og lið þetta tímabilið. Alonso er minn maður og held ég því fram að ekki hafi komið betri Formúlu 1 ökumaður frá því að Senna var og hét og lést. Nema ég hef aldrei getað samt sætt mig við McLaren liðið mér finnst Ron Dennis leiðinlegur vælupúki en svo er minn maður komin í liðið hans. Það eru svo sem fleiri en ég í vandræðum síðan Schumi hætti. Allt í einu komin maður frá McLaren í Ferrari liðið. Þessir hörðustu sætta sig aldrei við það. En Barcelona keppnin er skemmtileg flestir ökumennirnir þekkja brautina eins og lófan á sér og mikill hraði í gangi. Annars finnst mér Formúlan frábær þetta árið. Fullt af nýjum ungum ökumönnum sem heldur betur hræra upp í þeim gömlu. Reglum breytt þannig að áhorfendur fá meira út úr þessu. Þetta er bara frábært. Mín spá er að Alonso vinnur að sjálfsögðu titilinn, Hamilton á eftir að taka út allskyns vandræði og það verður spennadi að sjá hvernig honum tekst til. Kimi á eftir að lenda í bilunum og Massa ja hann er eins og hann er og það skilar honum ekki vel. Aftur á móti held ég að heidfeld eigi eftir að koma á óvart verða ofarlega ef ekki í öðru sæti á eftir Alonso. Jæja þetta eru bara hugrenningar en góð vertíð framundan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég dett stundum inn í Formúluna svona eins og fótboltann, golfið og hnefaleikana  Núna þegar ég er búin að lesa þetta er ég staðráðin í að ganga í Alonso aðdáendaklúbbinn - var dálítið veik fyrir Finnanum en það er alltaf eitthvað að klúðrast hjá honum þannig að ég nenni því ekki meir. En ég náttúrulega dauðöfunda þig að vera í Kanada (ef ég skil bloggið rétt þá ertu þar í námi) Það er land sem mig hefur lengi langað að heimsækja. Ég hef tvisvar komið til Barcelona en er ekki viss um að ég myndi fara þangað til að fylgjast með kappakstri. Einu sinni sagði samstarfskona mín mér að mamma sín væri forfallin formúluaðdáandi, systkinin hefðu því ákveðið að vera næs við hana og gefa henni ferð á Formúluna í afmælisgjöf. Hún fór út full af spenningi en kom heim voða vonsvikin. Þegar hún var spurð þá sagði hún að hún hefði verið að ærast í hávaða og bara séð einhverjar þústir þjóta framhjá nokkur sekúndubrot og síðan ekki söguna meir. Hún vildi sko fá að sjá kappana í nærmynd og stjórnað volume-takkanum takk fyrir!  

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 5.5.2007 kl. 21:54

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Til hamingju , þú ert fyrsti bloggarinn sem kemur á bloggið mitt. Frábært. Mér líst vel að stofna Alonso klúbb heima á Íslandi. Mín reynsla er önnur en vinkonu mamman. Við félagarnir tjöldum yfirleitt fyrir utan brautirnar og erum með þetta allt beint í æð. Það er mjög gaman og þægilegt að fara á Barcelona keppnina. Brautin er á þröskuldi borgarinnar.  Það sést mjög vel yfir brautina, mæli með henni. Já ég er í námi í Kanada og konan mín líka og þetta er frábært land með sínum kostum og göllum. Mjög kalt á veturnar og mjög heitt á sumrin. Fjölþóðlegt samfélag og allt hérna milli himins og jarðar.

Óli Sveinbjörnss, 6.5.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband