Ótrúlegir þessir Ítalir

Ég er nú harður Alonso aðdáandi en komonnn má Ísmaðurinn ekki eiga eina lélega keppni, og það í Monokó þar sem allt getur gerst, þá er hann afskrifaður. Ég er búin að fylgjast með Formúlunni í mörg ár og titlinn ræðst yfirleitt ekki fyrr en þegar 3 til 4 keppnir eftir. Kimi hefur þann hæfileika fram yfir alla aðra að hann er temilega kærulaus og er þar af leiðandi pollrólegur yfir þessu. Verst þykir mér að uppaldi Mclaren strákurinn, LH, skyldi vinna þetta mót. Það hefði verið frábært ef Kubica hefði unnið og meiriháttar að fylgjast með þeim manni. Hæfileika ríkasti ökumaðurinn er að sjálfsögðu Alonso sem er búin að að taka 3 flokks lið upp í 2 flokk og er á leiðinni upp í 1 flokk. Unun að fylgjast með svona fagmanni.
mbl.is „Räikkönen ringlaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Ekki get ég verið sammála þér að hann sé búinn að koma liðinu úr þriðja flokknum enn,miðað við stigatöfluna nú,og á síðasta ári.9 stig eftir 7 keppnir nú,en 25 stig eftir sama fjölda í fyrra.Fisichella 13 og Kovalainen 12.

Hjörtur Herbertsson, 29.5.2008 kl. 16:28

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

Sæll Hjörtur, já ég hef aðeins farið fram úr mér líklega vegna góðs árangur hjá Alonso í tímatökum í Barcelona. Það eru reyndar búnar bara 6 keppnir í ár og vissulega er árangur Fischella og Kovilainen betri á sama tíma í fyrra. Ég baka aftur með Renault niður í 3 flokk og það þarf víst 2 ökumenn til að afla stiga en ég skal hundur heita ef Alonso verður ekki með meira en 30 stig eftir þetta tímabil þar sem Kovalainen var með 30 stig og Fisichella var með 21 stig eftir tímabilið í fyrra. Takk fyrir ábendinguna.

Óli Sveinbjörnss, 30.5.2008 kl. 01:18

3 Smámynd: Einar Steinsson

Ef þið viljið sjá ökumann og lið á uppleið þá er það Webber og RedBull. Webber er búin að koma sjálfum sér í 6-7 sæti og liðinu upp í 4-5 sæti og  hann hefur ekki fengið neina hjálp frá Coulthard þar sem hann hefur ekki fengið stig ennþá.

Þetta kalla ég að fara úr þriðja í annan flokk.

Einar Steinsson, 30.5.2008 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband