Dópaður Snillingur

Það er dapurt að horfa upp á annan eins snilling og Georg Michæl verða svona háður þessu dópi. Vonandi verður þessi skellur til þess að komast í gegnum afneitunar brynjuna og nái að hætta þessum ófögnuði og haldi áfram að semja snilldina sem hefur þegar komið frá honum. Tala nú ekki um ef við fengjum hann til Íslands. Ég held að margir átti sig ekki á hverslags tónlistar gúrú hér er á ferð.
mbl.is Michael ók undir áhrifum „lyfjakokkteils"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

George Michael er einn af mínum uppáhaldstónlistarmönnum. Hann hlýtur að fara að finna sinn botn, þetta er búið að ganga svona dálítinn tíma hjá honum ef ég man rétt úr pressunni (sem reyndar er ekki alltaf áreiðanleg). Platan hans Songs from the last century er alltaf tekin með í langferðir, þar finnst mér koma einna best fram hvað hann er ofboðslega góður söngvari. Algjört uppáhalds er þó live-dúettinn með Elton John, Dont let the sun go down on me.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband