20.7.2009 | 13:16
Ótrúleg fyrirhyggjusemi
Meiri steypan, að halda því fram að hækkaður aldur minnki slysin í umferðinni. Þessir 18 ára eru þá ekki búnir að keyra í ár = sama niðurstaða. Það væri nær að þjálfa ökumenn frá 15 ára aldri á lokuðum brautum t.d. keflavíkurvelli. Það þarf að auka akstursíþróttir og beina þessu þar inn þar sem er mesta öryggið. Einnig þarf að virkja foreldra í að æfa og upplýsa börn sín jafnvel láta foreldra taka próf í kennslu á ökutæki. Það á ekki að refsa heildinni út af einhverjum nokkrum sauðum.
Bílprófsaldur hækkaður í 18 ár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
amen
Benedikt Magnusson Snædal (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 14:06
Það hentar svo afskaplega vel fyrir landsbyggðarlýðinn að koma til Keflavíkur með börnin sín í ökuskólann, af hverju var engum bíða að detta þetta í hug áður. C",
Bjarni (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 15:54
Það munar bara talsvert miklu á þroska 17 og 18 ára einstaklings. Stundum er það einmitt ekki hæfnin sem skiptir máli þegar kemur að slysum, heldur einmitt hugsunarhátturinn og skynsemi (glannaskapur eða ekki...). Ég segi það allavega fyrir sjálfa mig og marga sem ég þekki að skynsemi undir stýri jókst mikið milli 17 og 18 ára aldurs.
Hinsvegar er ég alveg sammála þér í sambandi við að þarft er að auka þjálfun ökumanna fyrir bílpróf.
Helena (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 16:35
Helena : Ertu viss um að skynsemin hafi ekki aukist vegna æfingar frekar en aldurs?
Björn I (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 17:58
Mikið er ég sammála þér Björn.
Örn (IP-tala skráð) 20.7.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.