Nýju fötin keisarans

Já þetta er eins og ævintýri að horfa upp á þetta framsóknarþing. Afneitunin alveg ótrúleg. Hirðin dansandi um "ég er formaður, nei ég, ok þú, ég er svo ánægður að þú varst kjörin í staðin fyrir mig jibbí". Að þetta skuli ekki vera lokað fyrir venjulegu fólki það er alveg með ólíkindum. Þetta minnti mig á fyrstu Draculu bíómyndina, Nosferatu, þegar í lokin að óvætturinn var búin að koma rottunum fyrir með svarta dauðanum og allir smitaðir sátu á Rínarbokkum étandi sína síðustu kvöldmáltíð í fullkomni afneitun fyrir ástandinu. Það er ótrúlegt að horfa upp á þessa svokallaða stjórnmála menn hér á landi vera að ganga frá þessu magnaða þjóðlífi sem Ísland er í þessari fullkomnu afneitun sem endurspeglast í þessu þingi sem haldið var um helgina. Þeir eru alsberir. Þeir eru bara þeir einu sem ekki vita það.
mbl.is Páll: Niðurstaðan kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ekki nóg með að hann sé alsber...það er ekkert undir honum. Enda nýi formaðurinn sonur eins af einkavinavæddu Framsóknarmönnunum.

Heiða B. Heiðars, 19.1.2009 kl. 12:08

2 Smámynd: Óli Sveinbjörnss

hehe já þetta er skrítin kollur á þessum skröttum. Annars minnir hann óneitanlega á Georg Bjarnfreðarson sem tókst það sama að kljúfa Kvenfélag. Ætli hann sé með FIMM háskólapróf.

Óli Sveinbjörnss, 19.1.2009 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband