RAUÐAVATNSBEYGJUNA !!!

Er ekki í lagi, hvað á þetta að þíða að vera að þíða Eau de rouge. Hvernig dettur mönnum þetta í hug. Spa er Mekka flestra formúlu áhugamanna og Eau de rouge er þungamiðjan þar. Þetta er eins og þýða Mekka eða Tashmahal. Ég held að menn ættu nú ekki að vera að fara svona út á þunnan ís. Ég er mikill áhugamaður um formúluna og skoða mbl mikið vegna þess einfaldlega að þetta er besta formúlu umfjölunninn á íslandi en fyrr má nú aldeilis fyrrvera. Í guðana bænum láta vera að þíða þessi nöfn í formúlinni yfir í hallærisleg íslensk nöfn. Annars takk fyrir góða síðu.
mbl.is Hamilton óhress vegna framferðis Alonso í fyrstu beygju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þakka þér fyrir hressilega athugasemd, ekkert að skafa utan af því . Og það er bara fínt. Verst er að það er líklega erfitt að fá mig ofan af því að tala um Rauðvatnsbeygjuna, búinn að gera það í áratug eða svo!

Þetta er náttúrulega bara til gamans gert. Annars áttaði ég mig á því er ég gekk fyrir helgi í nágrenni þessarar brekku - hún er hrikalegri og miklu brattari en nokkurn tíma sést í sjónvarpi - að nær væri að tala um Rauðalæksbeygjuna eða Rauðalækjarbeygjuna. Hún dregur nefnilega nafn sitt af litlum læk, Eau Rouge, sem seytlar þarna á milli trjánna í dalbotni.

(Það er sem sagt ekki Eau de Rouge eins og þú ritar, en það skiptir engu máli) 

En hvað leggur þú til, ef ég færi nú að skrifa alltaf þetta franska nafn? Verður þá ekki að fylgja í sviga hvernig bera skal það fram? Þ.e. svona Eau Rouge (Ó rús)?

Hvað sem þessum léttleikaviðbrögðum mínum þá skal ég  hugleiða þetta og sjálfsagt er að nota a.m.k. líka franska nafn beygjunnar. Þú veist annars hvernig þetta er með íslenskuna, hún reynir að yfirfæra öll nöfn og hreinsar sig eiginlega sjálf af óværum.

Svo þakka ég þér vinsamleg ummæli um formúluvefinn, þau eru uppörvandi.

Ágúst Ásgeirsson, 17.9.2007 kl. 16:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband